Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Íþróttamaður ársins 2018 - Topp tíu

22.12.2018

Samtök íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands halda sameiginlegt hóf í tengslum við kjör Íþróttamanns ársins 2018. Hófið verður haldið þann 29. desember í Silfurbergi í Hörpu og hefst kl. 18:00.

Dagskráin samanstendur af afhendingu viðurkenninga ÍSÍ til íþróttamanna og íþróttakvenna sérgreina íþrótta og kjöri Samtaka íþróttafréttamanna um Íþróttamann ársins 2018. Afhending viðurkenninga íþróttafólks sérsambanda fer fram í beinni útsendingu á RÚV2 frá kl. 18:00. Bein útsending frá kjöri íþróttamanns ársins fer fram frá kl. 19:40 á RÚV. Íþróttafólk sérsambanda fyrri ára má sjá hér á vefsíðu ÍSÍ og fyrrum íþróttamenn ársins má sjá á vefsíðu Samtaka íþróttafréttamanna.

Útnefnt verður í Heiðurshöll ÍSÍ, sem sjá má hér. Heiðurshöll ÍSÍ er óáþreifanleg höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við Hall of Fame á erlendri grundu. Framkvæmdastjórn ÍSÍ útnefnir einstaklinga í Heiðurshöll ÍSÍ eftir reglugerð þar að lútandi og er Heiðursráð ÍSÍ ráðgefandi aðili varðandi tilnefningar. Með þessu verkefni vill ÍSÍ skapa vettvang til að setja á frekari stall framúrskarandi fólk og skapa minningar í máli og myndum af þeirra helstu afrekum.

Íþróttamaður ársins er nú kjörinn í 63. sinn en þjálfari og lið ársins í sjöunda sinn.

Samtök íþróttafréttamanna hafa tilkynnt hvaða tíu íþróttamenn fengu flest atkvæði í kjöri Íþróttamanns ársins. Þess­ir tíu íþrótta­menn eru eft­ir­tald­ir, í staf­rófs­röð:

Al­freð Finn­boga­son, knatt­spyrna
Guðbjörg Jóna Bjarna­dótt­ir, frjálsíþrótt­ir
Guðjón Val­ur Sig­urðsson, hand­knatt­leik­ur
Gylfi Þór Sig­urðsson, knatt­spyrna
Har­ald­ur Frank­lín Magnús, golf
Jó­hann Berg Guðmunds­son, knatt­spyrna
Júlí­an Jó­hann Karl Jó­hanns­son, kraft­lyft­ing­ar
Mart­in Her­manns­son, körfuknatt­leik­ur
Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, knatt­spyrna
Val­g­arð Rein­h­ards­son, fim­leik­ar


Þessi þrjú lið koma til greina sem lið árs­ins, í staf­rófs­röð:

ÍBV, Íslands- og bikar­meist­ari í hand­bolta karla
Kvenna­landslið Íslands í hóp­fim­leik­um, silf­ur­verðlauna­hafi á EM
Landsliðið í golfi, Evr­ópu­meist­ari í blönduðum liðum

Þess­ir þrír koma til greina í kjör­inu á þjálf­ara árs­ins, í staf­rófs­röð:

Arn­ar Pét­urs­son, þjálf­ari karlaliðs ÍBV í hand­knatt­leik, Íslands- og bikar­meist­ari
Kristján Andrés­son, þjálf­ari sænska karla­landsliðsins í hand­knatt­leik, silf­ur á EM
Þor­steinn Hall­dórs­son, þjálf­ari kvennaliðs Breiðabliks í knatt­spyrnu, Íslands- og bikar­meist­ari

 

Listi yfir íþróttafólk sérsambanda ÍSÍ 2018 birtist á vefsíðu ÍSÍ kvöldið 29. desember.