Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
8

Hjólreiðasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

30.11.2018
Gengið hefur verið frá samningi Hjólreiðasambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins 2018.
 
Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ) flokkast sem C/Þróunarsérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til HRÍ vegna verkefna ársins er 1.450.000 kr. en til samanburðar hlutu verkefni HRÍ árið 2017 styrk að upphæð 1.100.000 kr.
 
Keppnisárið hefur verið viðburðaríkt hjá HRÍ. Meðal verkefna ársins var æfinga- og keppnisferð til Frakklands fyrir yngri keppendur sambandsins þar sem Kristinn Jónsson náði m.a. 3. sæti í afar sterku móti auk þess sem að yngri keppendur kepptu á EM í götuhjólreiðum á árinu. Ingvar Ómarsson tók þátt í fjölmörgum alþjóðlegum mótum á vegum UCI, s.s. þremur heimsmeistaramótum, EM og nokkrum heimsbikarmótum og Gústaf Darrason keppti einnig á fjölmörgum UCI mótum s.s. HM og EM í fjallahjólreiðum. Endurnýjaður hefur verið samningur við landsliðsþjálfara HRÍ, Lucas Leblond, sem er frá Frakklandi og unnið er að því að senda í fyrsta skipti lið á HM í götuhjólreiðum sem haldið verður í Englandi 2019.
 
Það voru þeir Maurice Zschirp, formaður HRÍ og Róbert Lee Tómasson, gjaldkeri HRÍ sem undirrituðu samninginn fyrir hönd HRÍ og þau Lilja Sigurðardóttir, formaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ fyrir hönd Afrekssjóðs ÍSÍ.