Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
8

Styrkir til að auka þátttöku nýrra hópa í menningarlífi

28.11.2018

Menningarráð Noregs auglýsir ferðastyrki til verkefna sem efla þátttöku innflytjenda í menningarlífi Norðurlanda. Ferðastyrkinn má nota til að heimsækja stofnanir, fyrirtæki eða félagasamtök innan Norðurlandanna til að auka reynslu og hæfni viðkomandi. Markmið styrkjanna er að afla þekkingar um velheppnuð norræn verkefni og auka samstarf milli aðila sem vinna að því að efla þátttöku nýrra hópa í starfsemi sinni og félagasamtökum. Menningarráð Noregs vill einnig kanna hlutverk menningar í aukinni þátttöku nýrra hópa eða einstaklinga í nærsamfélaginu og hefja til vegs og virðingar listamenn og aðra sem að menningarmálum starfa og eru með fjölmenningarlegan bakgrunn.

Hægt er að sækja um styrk fyrir allt að tvo til ferða og uppihalds í allt að fimm daga í einhverju öðru ríki Norðurlandanna en því sem viðkomandi býr í. Ekki er um fastan umsóknarfrest að ræða.

Frjáls félagasamtök, listamenn og starfsfólk á sviði menningarmála með sjálfstæða starfsemi, menningarstofnanir og einkaaðilar innan menningarsviðsins í Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð eða Álandseyjum geta sótt um ferðastyrkina. Ferðastyrkirnir eru hluti af verkefninu Þátttaka nýrra hópa í menningarlífinu á Norðurlöndum sem er fjármagnað af menningarmálaráðuneyti Noregs og Norrænu ráðherranefndinni. Norska menningarráðið er í forsvari fyrir það verkefni sem stendur á tímabilinu 2017-2019.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað er að finna hér á vefsíðu norska menningarráðsins.