Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Tokyo 2020 - sjálfboðaliðar óskast!

26.11.2018

Ólympíuleikar og Ólympíumót fatlaðra 2020 verða haldin í Tókýó í Japan. Til að leikar sem þessir geti farið fram er þörf á umtalsverðum fjölda sjálfboðaliða. Mótshaldarar óska eftir 80.000 sjálfboðaliðum í margs konar verkefni sem leikunum tengjast. Helstu störfin sem óskað er eftir sjálfboðaliðum í eru við leiðsögn við keppnismannvirki þ.m.t. skoðun miða og öryggisgæsla. Aðstoð við framkvæmd keppni og æfinga í viðeigandi mannvirkjum. Óskað er eftir ökumönnum til að keyra þátttakendur og fylgdarlið á milli staða. Aðstoð við komu til landsins og tungumálaþjónustu. Aðstoð við utanumhald með búnaði og fatnaði sjálfboðaliða. Leitað er eftir aðstoð við að bjóða uppá heilbrigðis og lyfjaeftirlitsþjónustu leikanna. Sjálfboðaliða er óskað við tækni- og úrslitaþjónustu leikanna. Sjálfboðaliðar munu aðstoða blaðamenn og ljósmyndara sem sækja leikana með ýmislegt er lítur að þeirra störfum. Einnig er óskað eftir sjálfboðaliðum við verðlaunaveitingar á leikunum. 

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um að fá að starfa sem sjálfboðaliði á leikunum. Umsóknarfrestur um að gerast sjálfboðaliði á leikunum rennur út 21. desember n.k. Allar nánari upplýsingar, þar með talið umsóknarformið, má finna á heimasíðu fyrir sjálfboðaliða leikanna - sjá hér