Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

Taekwondosamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

26.11.2018
Nýverið var gengið frá samningi Taekwondosambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins 2018.
 
Taekwondosamband Íslands (TKÍ) flokkast sem C/Þróunarsérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til TKÍ vegna verkefna ársins er 1.950.000 kr. og er hækkun á styrkupphæð frá síðasta ári þar sem verkefni TKÍ árið 2017 hlutu styrk að upphæð 800.000 kr.
 
Afreksstarf TKÍ á árinu einkenndist af góðum árangri keppenda í bardaga auk sívaxandi umfangs landsliðsverkefna. TKÍ sendi keppendur á fjölmörg alþjóðleg mót, s.s. Evrópumót og heimsbikarmót, heimsmeistaramóts unglinga og úrtökumót fyrir Ólympíuleika ungmenna. Þá hefur umgjörð afreksstarfsins verið bætt og fjölgað í hópi landsliðsþjálfara.  
 
Það voru þau Haukur Skúlason, formaður TKÍ og Dagbjört Rúnarsdóttir, meðstjórnandi í TKÍ, sem undirrituðu samninginn fyrir hönd TKÍ og þau Lilja Sigurðardóttir, formaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ fyrir hönd Afrekssjóðs ÍSÍ.
 
Á myndinni má sjá þau Hauk og Lilju að lokinni undirritun.