Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
8

Dansíþróttasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

21.11.2018
Á dögunum var gengið frá samningi Dansíþróttasambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins 2018.

Dansíþróttasamband Íslands (DSÍ) flokkast sem B/Alþjóðlegt sérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til DSÍ vegna verkefna ársins er 7.550.000 kr. og er umtalsverð hækkun á styrkupphæð frá síðustu árum þar sem verkefni DSÍ árið 2017 hlutu styrk að upphæð 3.700.000 kr.

Fjölmörg Evrópumeistaramót og Heimsmeistaramót er haldin árlega í þeim danstegundum sem eru iðkaðar á vettvangi DSÍ og sendir sérsambandið þannig keppendur á um 15 slík mót á árinu. Árangur hefur verið góður og einnig hefur DSÍ staðið fyrir landsliðsæfingum með fjölmörgum erlendum kennurum auk þeirra landsliðsþjálfara sem eru starfandi hjá sambandinu.
 
Það voru þeir Ólafur Már Hreinsson, formaður DSÍ og Jóhann Gunnar Arnarsson, í stjórn DSÍ sem undirrituðu samninginn fyrir hönd DSÍ og þau Ása Ólafsdóttir, varaformaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ fyrir hönd Afrekssjóðs ÍSÍ.