Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Júdósamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

20.11.2018
Nýverið var gengið frá samningi Júdósambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins 2018.

Júdósamband Íslands (JSÍ) flokkast sem B/Alþjóðlegt sérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til JSÍ vegna verkefna ársins er 7.100.000 kr. og er töluverð hækkun á styrkupphæð frá síðustu árum þar sem verkefni JSÍ árið 2017 hlutu styrk að upphæð 3.200.000 kr.

JSÍ sendi keppendur á yfir 20 alþjóðleg mót á árinu, s.s. heimsmeistaramót, Evrópumeistaramót og Norðurlandamót, og hefur árangur verið með ágætum og fjölmörg verðlaun unnist.
Þá hefur afreksstarf JSÍ á árinu falið í sér þátttöku á fjölmörgum erlendum æfingabúðum og margar þeirra hafa verið samhliða mótum og/eða á vegum Evrópska júdósambandsins.
 
Það voru þeir Jóhann Másson, formaður JSÍ og Bjarni Friðriksson, framkvæmdastjóri JSÍ sem undirrituðu samninginn fyrir hönd JSÍ og þau Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ fyrir hönd Afrekssjóðs ÍSÍ.