Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

Íshokkísamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

20.11.2018
Nýverið var gengið frá samningi Íshokkísambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins 2018.

Íshokkísamband Íslands (ÍHÍ) flokkast sem B/Alþjóðlegt sérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til ÍHÍ vegna verkefna ársins er 9.200.000 kr. og er töluverð hækkun á styrkupphæð frá síðustu árum þar sem verkefni ÍHÍ árið 2017 hlutu styrk að upphæð 4.900.000 kr.

ÍHÍ heldur úti starfi fjögurra landsliða sem taka öll þátt í Heimsmeistaramótum á hverju ári. Stendur sambandið fyrir landsliðsæfingum í undirbúningi verkefna og hefur æfingum fjölgað á síðustu misserum og umgjörð í kringum afreksstarfið verið bætt. Með styrkjum Afrekssjóðs ÍSÍ gefst sambandinu tækifæri á að undirbúa landsliðin enn frekar fyrir þau vekefni sem eru á dagskrá.
 
Það voru þeir Árni Geir Jónsson, formaður ÍHÍ og Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri ÍHÍ sem undirrituðu samninginn fyrir hönd ÍHÍ og þau Ása Ólafsdóttir, varaformaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ fyrir hönd Afrekssjóðs ÍSÍ.