Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Ráðstefna um framtíðarskipulag íþróttamála

12.11.2018

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands mun standa fyrir ráðstefnu um Framtíðarskipulag íþróttamála nk. föstudag 16. nóvember í Laugardalshöll. Fundurinn er einungis opinn fyrir sambandsaðila ÍSÍ og UMFÍ ásamt Íþróttanefnd ríkisins, fulltrúum frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa. Fundarformið er blanda af þjóðfundi og borgarafundi. 

Tilkoma þessarar ráðstefnu er sú að á 73. Íþróttaþingi vorið 2017 var samþykkt tillaga þess efnis að framkvæmdastjórn ÍSÍ héldi ráðstefnu um framtíðarskipulag íþróttamála. Tillagan hljóðaði svona:

73. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið 5.– 6. maí 2017 í Gullhömrum í Reykjavík, samþykkir að fela framkvæmdastjórn ÍSÍ að vinna að ráðstefnu um framtíðarskipulag íþróttamála með aðkomu ÍSÍ, UMFÍ, Samtökum íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneyti.