Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Körfuknattleiksdeild Tindastóls fyrirmyndardeild ÍSÍ

09.11.2018

Körfuknattleiksdeild Tindastóls fékk endurnýjun viðurkenningar deildarinnar sem fyrirmyndardeild ÍSÍ fimmtudaginn 8. nóvember síðastliðinn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Viðurkenningin var afhent í hálfleik í æsispennandi leik Tindastóls og Grindavíkur í úrvalsdeild karla. Það var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem afhenti formanni deildarinnar Ingólfi Jóni Geirssyni viðurkenninguna. Á myndunum eru þeir Viðar og Ingólfur Jón ásamt hluta iðkenda í 10. flokki kvenna sem voru formanninum til stuðnings við móttöku viðurkenningarinnar.

Ljósmyndari: Hjalti Árnason.

Myndir með frétt