Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

8

Styrkir til mannúðar- og þróunarsamvinnuverkefna

06.11.2018

Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að ÍSÍ komi á framfæri skilafresti umsókna félagasamtaka um styrki til mannúðar- og þróunarsamvinnuverkefna. Umsóknarfresturinn er til 30. nóvember nk.
Til þróunarsamvinnuverkefna er heimilt að veita styrki til sama verkefnis að hámarki í fjögur ár og styrkupphæðir til slíkra verkefna geta numið allt að 80% heildarkostnaðar. Til mannúðarverkefna eru framlög veitt í samræmi við alþjóðleg neyðarköll og í þeim tilvikum getur styrkupphæð numið allt að 95% heildarkostnaðar.
Með því að smella hér má finna frétt ráðuneytisins um verkefnið.