Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
8

Körfuknattleikssamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

05.11.2018
Afrekssjóður ÍSÍ tók upp nýtt fyrirkomulag á árinu og hafa fjölmörg sérsambönd hlotið styrki úr sjóðnum. Samningur Körfuknattleikssambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins var undirritaður á dögunum.
 
Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) flokkast sem A/Afrekssérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til KKÍ vegna verkefna ársins er 37.000.000 kr. og er hækkun á styrkupphæð frá síðasta ári þar sem verkefni KKÍ hlutu styrk að upphæð 31.500.000 kr.
 
A-landslið karla tók á árinu áfram þátt í undankeppni HM 2019 og í forkeppni EuroBasket 2021 og A-landslið kvenna tók þátt í undankeppni EuroBasket 2019. KKÍ sendi auk þess átta yngri landslið til keppni í sumar, en þessi lið voru að taka þátt í Evrópukeppnum á vegum FIBA, Norðurlandamótum og/eða öðrum alþjóðlegum mótum. Auk þessa þá hefur KKÍ haldið úti afreksbúðum og úrvalsbúðum fyrir skilgreinda árganga, unnið að því að efla fagteymisvinnu og mælingar fyrir landsliðin og reynt þannig að efla enn frekar faglega vinnu í kringum afreksstarf sambandsins.
 
Það voru þeir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ og Kristinn Geir Pálsson, afreksstjóri KKÍ sem undirrituðu samninginn fyrir hönd KKÍ og þau Lilja Sigurðardóttir, formaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ fyrir hönd Afrekssjóðs ÍSÍ.