Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

Frjálsíþróttasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

30.10.2018
Afrekssjóður ÍSÍ tók upp nýtt fyrirkomulag á árinu og hafa fjölmörg sérsambönd hlotið styrki úr sjóðnum.
Á dögunum var gengið frá samningi Frjálsíþróttasambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins.
 
Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) flokkast sem A/Afrekssérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til FRÍ vegna verkefna ársins er 28.000.000 kr. en verkefni FRÍ hlutu styrk að upphæð 23.000.000 kr. á síðasta ári.
 
Mörg verkefni hafa verið á döfinni hjá FRÍ á árinu s.s. HM mót innanhúss og í hálfmarathoni, Evrópumeistaramót í ýmsum aldursflokkum, ýmis Norðurlandamót, Smáþjóðamót og önnur alþjóðleg mót. FRÍ átti þrjá keppendur á Ólympíuleikum ungmenna síðla árs og þar unnust gullverðlaun í 200m hlaupi stúlkna, sem jafnframt eru fyrstu gullverðlaun Íslendinga í móti á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar. Árangur á árinu hefur einnig verið góður á mörgum öðrum mótum og fjölmörg Íslandsmet hafa litið dagsins ljós. 
 
Það voru þau Freyr Ólafsson, formaður FRÍ og Lilja Sigurðardóttir, formaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ sem undirrituðu samninginn ásamt þeim Guðmundi Karlssyni, framkvæmdastjóra FRÍ og Andra Stefánssyni, sviðsstjóra Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ.