Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
8

Blaksamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

26.10.2018
Afrekssjóður ÍSÍ tók upp nýtt fyrirkomulag á árinu og hafa fjölmörg sérsambönd hlotið styrki úr sjóðnum.
Á undanförnum vikum hefur verið gengið frá formlegum samningum við þessi sérsambönd og nýverið var gengið frá samningi Blaksambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins.
 
Blaksamband Íslands (BLÍ) flokkast sem B/Alþjóðlegt sérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til BLÍ vegna verkefna ársins er 10.500.000 kr. og er hækkun á styrkupphæð frá síðustu árum þar sem verkefni BLÍ árið 2017 hlutu styrk að upphæð 8.400.000 kr.
 
Árið 2018 hefur verið mjög viðburðaríkt í afreksmálum BLÍ. Í lok síðasta árs var ákveðið að taka þátt í Evrópukeppni landsliða, en umfang þeirrar keppni er mjög mikið. Þá voru U17 og U19 landslið stúlkna í Evrópukeppnum í janúar og U20 landslið karla tók þátt í Evrópukeppni smáþjóða í mars. Á fyrri hluta árs hafa yfir 100 leikmenn spilað landsleiki og um 40 manns komið að þjálfun eða fararstjórn hjá sambandinu en opinberir landsleikir hafa verið 21 talsins auk fjölmargra æfingaleikja. Það má því með sanni segja að afreksstarf sérsambandsins hafi aukist mikið frá því sem var fyrir nokkrum árum síðan.
 
Það voru þeir Jason Ívarsson, formaður BLÍ og Sævar Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BLÍ sem undirrituðu samninginn fyrir hönd BLÍ og þau Lilja Sigurðardóttir, formaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ fyrir hönd Afrekssjóðs ÍSÍ.