Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

YOG: Guðbjörg Jóna Ólympíumeistari ungmenna í 200m hlaupi

16.10.2018

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir var fyrir skemmstu að tryggja sér sigur í 200m hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. Guðbjörg Jóna hljóp á tímanum 23,47 sem var næst besti tíminn í annarri umferð.  Guðbjörg Jóna sem átti besta tímann eftir fyrri umferðina 23,55 bætti þar með sinn besta tíma og Íslandsmetið í greininni. Samanlagt var Guðbjörg Jóna með tímann 47,02s eftir hlaupin tvö. Stúlkan sem varð í öðru sæti Dalia Kaddari frá Ítalíu var með tímann 47,69 og hin brasilíska Leticia Nonato Lima varð þriðja með tímann 47,87.

Með því lýkur keppni okkar fólks á Ólympíuleikum ungmenna. Leikunum verður slitið á fimmtudaginn og hópurinn heldur heim á leið á föstudaginn.

Myndir með frétt