Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

YOG: Níundi keppnisdagur

15.10.2018

Þá er næst síðasta keppnisdegi okkar fólks lokið á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. Í dag lauk parakeppni í golfi og seinni umferð í sleggjukasti kvenna fór fram.

 

Í golfinu léku Ingvar Andri og Hulda Clara samtals á 6 yfir pari vallarins í dag. Sá árangur var sá 11. besti. Í heildina enduðu þau í 28. sæti parakeppninnar. 

 

Elísabet Rut Rúnarsdóttir kastaði 63,52 sem var þriðja lengsta kast annarrar umferðar í sleggjukasti kvenna. Í heildina endaði Elísabet Rut í 16 sæti í sleggjukastskeppninni.

 

Á morgun þriðjudag er komið að síðustu keppnisgrein okkar fólks þegar Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir keppir kl. 17.00 (20.00 að íslenskum tíma) í seinni umferð 200m hlaups stúlkna. Guðbjörg sem bætti Íslandsmet sitt í greininni á laugardaginn þegar hún hljóp á 23,55s er í góðri stöðu fyrir úrslitin. Samanlagður úr báðum hlaupunum á mótinu sker úr um niðurröðun í sæti. 

Myndir með frétt