Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Kynferðisleg áreitni og ofbeldi

12.10.2018

ÍSÍ bendir félögum og öðrum sambandsaðilum á það fræðsluefni sem til er og má finna á vefsíðu ÍSÍ hér.

• Bæklingurinn Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum. 
• Hegðunarviðmið ÍSÍ og Siðareglur ÍSÍ sem félög geta haft að leiðarljósi við samningu siðareglna eða tekið þær óbreytt upp. 
• Viðbragðsáætlun við óvæntum atburðum.
• Tillaga að samþykki um uppflettingu í sakaskrá.

ÍSÍ fékk leyfi frá Norska Íþrótta- og Ólympíusambandinu til þess að nýta myndböndin sem sambandið lét gera í tengslum við málefnið. Hér, á Vimeo-síðu ÍSÍ, má sjá öll myndböndin á einum stað. 

Besta forvörnin felst í því að fræða, eiga góðar siðareglur og að opið og jákvætt andrúmsloft ríki í félaginu. Þegar nýr þjálfari hefur störf innan félagsins er æskilegt að fá meðmæli frá félögum sem hann hefur þjálfað hjá og fara yfir siðareglur félagsins.

Ef grunur leikur á kynferðislegu ofbeldi eða einhverjar spurningar vakna skal hafa samband við Barnavernd í því sveitarfélagi þar sem brotið er framið ef um barn er að ræða og tilkynna í nafni félagsins. Ef um fullorðinn einstakling er að ræða skal hringt í lögreglu í síma 112.

Vert er að benda á vefsíðu Stjórnarráðsins, en þar má lesa um verkefnið Vitundarvakning, sem hefur það markmið að veita fræðslu og sinna forvörnum til að sporna gegn kynferðislegu, andlegu og líkamlegu ofbeldi gegn börnum.