Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
12

YOG: Fjórði keppnisdagur

10.10.2018

Í 200m skriðsundi synti Snæfríður Sól Jórunnardóttir á tímanum 2:02,51. Varð hún í öðru sæti í sínum riðli. Í heildina var þetta 11 besti tími keppninnar. Ekki munaði miklu að Snæfríði Sól tækist að tryggja sig inn í úrslit í greininni en þær með átta bestu tímana syntu til úrslita.

Í golfinu lék Hulda Clara Gestsdóttir á 82 höggum sem er 12 höggum yfir pari vallarins. Að loknum tveimur dögum af þremur í höggleiknum er hún í 29 sæti. Hjá drengjunum lék Ingvar Andri Magnússon á 73 höggum sem er 3 yfir pari vallarins. Er hann samanlagt í 12 sæti keppninnar ásamt þremur öðrum piltum fyrir lokadaginn.

Á svifrá fékk Martin Bjarni Guðmundsson 11.266 stig sem var 27 besti árangur á áhaldinu. Í fjölþrautinni endaði hann í 27 sæti, 18 efstu keppa til úrslita.

Meðfylgjandi myndir sýna Snæfríði að loknu sundi í morgun, Huldu Clöru, Ingvar Andra og Jussi þjálfara í golfi auk þess sem sjá má Martin Bjarna svífa í keppni á svifrá.

 

Á morgun fimmtudag keppir Snæfríður Sól í 50m. skriðsundi og þau Ingvar Andri og Hulda Clara leika síðasta hringinn í höggleiknum í golfi. Keppni í frjálsum hefst, Valdimar Hjalti Erlendsson kastar í fyrri umferð kringlukastkeppninnar. 

Myndir með frétt