Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

YOG: Verðlaunapeningar á Ólympíuleikum ungmenna

09.10.2018

Nú standa yfir Ólympíuleikar ungmenna (The Youth Olympic Games, YOG) í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Eins og á öllum Ólympíuleikum hlýtur það íþróttafólk verðlaunapening að launum sem nær verðlaunapalli og eru Ólympíuleikar ungmenna engin undantekning. Alþjóðaólympíunefndin stóð fyrir hönnunarkeppni á verðlaunapeningum fyrir Ólympíuleika ungmenna 2018 og bárust 300 tillögur frá 50 þjóðum. Sigurvegari keppninnar, Muhamad Farid Husen, frá Indónesíu, kallaði tillögu sína að útliti verðlaunapeninganna „Fireworks of Victory“. Eins og hið myndræna nafn gefur til kynna tekur hönnun verðlaunapeninganna mið af fallegri ásýnd flugelda þegar þeir springa á himninum.

Vefsíða leikanna er buenosaires2018.com en hægt er að fylgjast með gengi íslensku þátttakendanna hér á vefsíðu ÍSÍ.