Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21

Buenos Aires 2018 - íbúar í Ólympíuþorpi boðnir velkomnir

06.10.2018Í kvöld voru íbúar í Ólympíuþorpinu á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires boðnir velkomnir með móttökuhátíð sem fram fór í þorpinu. Leikana munu sækja þátttakendur frá 206 þjóðum sem allir búa í Ólympíuþorpinu. Dagskráin var fjölbreytt með söng, dansi og fjöri. Íslensku þátttakendurnir létu sig ekki vanta eins og sjá má á myndunum sem fylgja. Í lok dags var svo liðsfundur þar sem farið var yfir skipulag morgundagsins en þá fer setningarathöfn leikanna fram. 

Myndir með frétt