Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Göngum í skólann - Grunnskóli Fjallabyggðar

20.09.2018

Göngum í skólann 2018 fer vel af stað en alls 72 skólar eru skráðir til þátttöku í verkefninu í ár. Nokkrir skólar hafa sent inn myndir á vefsíðu verkefnisins www.gongumiskolann.is, en þátttökuskólar eru hvattir til þess að senda myndir, frásagnir og/eða myndbönd af verkefninu. Smelltu hér til þess að senda inn efni.

Grunnskóli Fjallabyggðar hefur sent inn frásögn af því sem kennarar og nemendur hafa gert í tilefni af verkefninu sem hljóðar svo: „Í Grunnskóla Fjallabyggðar var verkefninu Göngum í skólann hleypt af stokkunum með trukki og dýfu þann 5. september með því að allir bekkir fóru í langar gönguferðir. Ýmist var gengið upp á dali eða upp í fjöll. Í unglingadeild stóð valið um að ganga hringinn í kringum Héðinsfjarðarvatn eða yfir Hestskarð, úr Siglufirði í Héðinsfjörð. Dagurinn tókst í alla staði mjög vel og veðrið lék við okkur. Það sem á eftir fylgir, þ.e. að ganga í skólann á hverjum degi, er svo auðveldi hlutinn.“

ÍSÍ vonast til þess að fá fleiri skemmtilegar frásagnir og myndir af því sem fer fram í skólunum í tilefni af verkefninu.

Vefsíða Göngum í skólann.