Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
8

Fyrsti fundur stjórnar Lyfjaeftirlits Íslands

23.08.2018

Í júní sl. fór fram stofnfundur Lyfjaeftirlits Íslands. Með tilkomu nýrrar lyfjaeftirlitsstofnunar fluttist lyfjaeftirlit úr höndum ÍSÍ yfir á stofnunina. Stjórn nýrrar stofnunar skipa Dr. Skúli Skúlason (formaður), Áslaug Sigurjónsdóttir, Erna Sigríður Sigurðardóttir, Helgi Freyr Kristinsson, Pétur Magnússon og Sif Jónsdóttir.

Lyfjaeftirlit Íslands mun skipuleggja og framkvæma lyfjaeftirlit á Íslandi, og birta og kynna bannlista um efni þau sem óheimilt er að nota í íþróttum. Lyfjaeftirlit Íslands mun einnig standa að fræðslu og forvörnum gegn lyfjamisnotkun og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi í tengslum við baráttuna gegn lyfjamisnotkun í íþróttum. Stofnuninni er ætlað að hvetja til rannsókna sem tengjast starfi þess og markmiðum, vekja athygli á málaflokknum og taka þátt í umræðum um hann.

Þetta mikilvæga skref gerir lyfjaeftirlit á Íslandi sjálfstætt, í samræmi við ályktanir Alþjóðaólympíunefndarinnar og Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA).

Ný vefsíða Lyfjaeftirlits Íslands er í vinnslu.