Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Á móti straumnum

13.08.2018

 „Á móti straumnum“ eða Against All Odds, eru þættir um íþróttafólk sem finna má á vefsíðu Ólympíustöðvarinnar. Stöðin var meðframleiðandi að sjö þáttum, sem sjá má hér. Hver þáttur fjallar um einn íþróttamann sem hefur yfirstígið hindranir í lífi sínu með vilja og ákveðni að vopni og náð markmiðum sínum. Þáttunum er ætlað að sýna fram á gildi þess að tileinka sér Ólympíuandann og ólympískar hugsjónir, eins og þær að gefa allt sitt í verkefnið og kappkosta við að ná sem allra bestum persónulegum árangri. Þættirnir eru vandaðir og gefa góða innsýn í líf íþróttafólksins. Finna má sögu Santiago Lange, siglingamanns, sem barðist við krabbamein en náði síðan að sigra á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og eins sögu Bryony Page, sem glímdi við andlega erfiðleika á hápunkti ferils síns sem hún sigraðist á og náði silfri á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.

Þáttur 1 - Against All Odds: Enhamed Enhamed: Desert and Gold
Þáttur 2 - Against All Odds: Bill Schuffenhauer: Silver Tale from Salt Lake City
Þáttur 3 - Against All Odds: Jerry Tuwai: Bringing Hope from the Slum to the Nation
Þáttur 4 - Against All Odds: Petra Majdic and the Miracle of Vancouver
Þáttur 5 - Against All Odds: Óscar Figueroa: A Colombian Hero’s Final Salvation
Þáttur 6 - Against All Odds: Santiago Lange Beats Cancer Then Wins Olympic Gold
Þáttur 7 - Against All Odds: Bryony Page Bounces Back from Lost Move Syndrome

Ólympíustöðin er ókeypis vettvangur sem sýnir beint frá íþróttaviðburðum, er með nýjustu fréttir og býður upp á útsendingar tileinkaða íþróttum og íþróttamönnum allt árið um kring. Stöðin leggur áherslu á afreksíþróttamenn og þeirra leið að meiri árangri.

Hægt er að horfa á Ólympíustöðina á vefsíðu Olympic Channel. Íþróttamenn og aðdáendur geta einnig fylgt Ólympíustöðinni á samfélagsmiðlasíðum hennar, FacebookInstagramTwitter og YouTube.