Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Bach kallar á aðgerðir gegn spillingu

27.07.2018

Alþjóðleg samtök gegn spillingu í íþróttum (IPACS) héldu nýlega fund í Lausanne í Sviss til að ræða tilraunir sínar til að takast á við helstu vá íþrótta í dag. Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC), hélt erindi á fundinum og kallaði eftir fljótlegum og skilvirkum aðgerðum gegn spillingu í íþróttum. Hann talaði einnig um að helsta áskorun IOC sé að bregðast hratt og vel við þegar að upp kemst um spillingu. Þetta er mikilvægt til að vernda heiðarleika og trúverðugleika íþrótta.

Í desember á síðasta ári samþykkti vinnuhópur IPACS að koma á fót eftirfarandi þremur nýjum verkefnum og á fundinum var farið yfir stöðu mála eftir fyrstu sex mánuði verkefnanna:

Verkefni 1: Að draga úr hættu á spillingu í viðskiptum varðandi íþróttaviðburði og uppbyggingu innviða.
Verkefni 2: Að tryggja heiðarleika við val á staðsetningu helstu íþróttaviðburða, með áherslu á að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra.
Verkefni 3: Að hafa til staðar reglur og ferla um stjórnarhætti til að draga úr hættu á spillingu.

Árangur verkefnisins verður kynntur í tengslum við Ólympíuleika ungmenna sem fara fram 6. - 18. október 2018 í Argentínu. Næsti fundur Alþjóðlegra samtaka gegn spillingu í íþróttum fer fram í desember 2018 í London.