Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

2 ár í Ólympíuleikana í Tókýó

24.07.2018

Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó 24. júlí til 9. ágúst 2020. Í dag eru tvör ár þar til setningarhátíð leikanna fer fram.

Á leikunum munu 11.000 íþróttamenn keppa í 33 íþróttagreinum. Fimm íþróttagreinum hefur verið bætt við keppnisdagskrána frá síðustu leikum, en það eru hafnabolti og mjúkbolti, karate, hjólabretti, íþróttaklifur (sports climbing) og brimbrettabrun. Sjá má íþróttagreinarnar sem keppt verður í hér og dagskrá leikanna má sjá hér

Nýlega voru lukkudýr Ólympíuleikanna 2020 kynnt til leiks, en það var teiknarinn Ryo Taniguchi, sem hannaði þau. Nöfn sín fengu lukkudýrin þann 22. júlí sl. og heita þau Miraitowa og Someity.

Vefsíða leikanna.

 

Myndir með frétt