Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Þrír Íslendingar í nefndum hjá EOC

07.06.2018

Ný stjórn Evrópusambands ólympíunefnda (EOC) hefur nú skipað í nefndir sambandsins og er ljóst að þrír Íslendingar eiga sæti í nefndum EOC.
Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ var skipaður í EOC EU Commission en Lárus átti einnig sæti í nefndinni á síðasta kjörtímabili.
Hafsteinn Pálsson ritari ÍSÍ var skipaður í EOC Environment and Sport for All.
Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, sem situr í framkvæmdastjórn EOC kjörtímabilið 2018-2021, á einnig sæti í European Games Commission fyrir Evrópuleikana í Minsk 2019 og EYOF Baku 2019 Co-commission.

Nefndir þessar eru ráðgjafanefndir fyrir framkvæmdastjórn EOC og starfa á tímabilinu 2018-2021.
Aldrei hafa fleiri Íslendingar starfað í nefndum og ráðum EOC en nú.