Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

3

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna á morgun

24.05.2018
Þá er komið að leiðarlokum í Hjólað í vinnuna 2018. Úrslitin liggja fyrir og þau má finna á vefsíðu verkefninsins hér.

Verðlaunaafhending fer fram í hádeginu á morgun föstudaginn 25. maí kl. 12:10 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Við bjóðum þér að hjóla við og þiggja gómsæta súpu og nýbakað brauð meðan á afhendingu stendur. Vinningshafar í liðsstjóraleiknum verða tilkynntir og veitt verðlaun frá Erninum

Verðlaunahafar eru sérstaklega beðnir um að senda fulltrúa fyrir sinn vinnustað til að veita verðlaunaplöttum móttöku og fagna sínum góða árangri.

Hjólafærni á Íslandi mun veita nokkrum fyrirtækjum og ráðuneytum hjólavottanir sínar.

ÍSÍ þakkar öllum þátttakendum fyrir keppnina þetta árið. Liðsstjórum þakkar ÍSÍ sérstaklega fyrir sitt framlag í utanumhaldi á liðum innan sinna vinnustað og samstarfsaðilum fyrir góðan stuðning við átakið.

ÍSÍ hlakkar til að sjá ykkur í Hjólað í vinnuna á næsta ári!