Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Hjólað í vinnuna lýkur í dag

22.05.2018

Síðasti keppnisdagur Hjólað í vinnuna fer fram í dag, þriðjudaginn 22. maí. Hægt er að skrá ferðir fyrir daginn í dag fram til miðnættis. Lokað verður fyrir allar skráningar kl. 13.00 á morgun, miðvikudaginn 23. maí.

Gaman hefur verið að fylgjast með því hvað þátttakendur eru iðnir við að nota virkan samgöngumáta, þrátt fyrir veðrið í maí. 

Til gamans má geta að þátttakendur Hjólað í vinnuna 2018 eru samanlagt búnir að hjóla, ganga, nota almenningssamgöngur eða hlaupa 227.249 km til þessa. 4159 þátttakendur eru skráðir í verkefnið og hafa þeir hjólað tæpa 170 hringi í kringum Ísland. 

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna fer fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum föstudaginn 25. maí kl. 12:10. Hlökkum til að sjá sem flesta. Endilega hjólið við og fáið ykkur súpu og bauð.

ÍSÍ minnir á leiki Hjólað í vinnuna sem finna má hér og hvetur fólk til að senda inn reynslusögur, myndir og myndbönd.

Vefsíða Hjólað í vinnuna

Facebook síða Hjólað í vinnuna