68. Sambandsþing UÍA
68. Sambandsþing UÍA var haldið í Fjarðarborg, Borgarfirði eystra, þann 14. apríl sl. Fimm umræðuhópar störfuðu á þinginu. Rætt var um samgöngumál, kynferðislega áreitni og ofbeldi í íþróttum, Landsmót UMFÍ og loks Sumarhátíð í tveimur hópum, annars vegar framtíðarsýn hátíðarinnar, hins vegar mönnun hennar með sjálfboðaliðum.
Fjórir einstaklingar fengu starfsmerki UÍA fyrir vel unnin störf, það voru Ásgrímur Ingi Arngrímsson, Arngrímur Viðar Ásgeirsson, Bryndís Snjólfsdóttir og Davíð Þór Sigurðarson.
Á þinginu fór fram krýning Íþróttamanns UÍA og var það Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, glímumaður úr Val Reyðarfirði, sem hlaut titilinn nú annað árið í röð. Aðild Lyftingafélags Austurlands að UÍA var formlega samþykkt á þinginu.
Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ var fulltrúi ÍSÍ á þinginu.