Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Heiðranir á ársþingi HSH

17.04.2018

Ársþing Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH) fór fram í samkomuhúsinu í Grundarfirði í gærkvöldi. Þingið var vel sótt en um 25 þingfulltrúar frá aðildarfélögum HSH mættu til þings. Hjörleifur K. Hjörleifsson var endurkjörinn formaður sambandsins og með honum í stjórn eru Berglind Long varaformaður, Garðar Svansson gjaldkeri, Ragnhildur Sigurðardóttir ritari og Sæunn Dögg Baldursdóttir meðstjórnandi. Starfstímabil stjórnar er eitt ár. Nokkrar tillögur lágu fyrir þinginu og var þeim vísað í nefndir til umfjöllunar áður en þær voru teknar til afgreiðslu. Þingið samþykkti meðal annars siðareglur og hegðunarviðmið fyrir sambandið. Ítarleg og góð ársskýrsla var lögð fram á þinginu um starfið í héraði en öflugt íþróttastarf er víða á Snæfellsnesi og áhugi fyrir því að gera enn betur. 

Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ var fullrúi ÍSÍ á þinginu og með henni í för var Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ.

Líney Rut ávarpaði þingið og við það tækifæri afhenti hún, fyrir hönd framkvæmdastjórnar ÍSÍ, heiðursviðurkenningar til tveggja einstaklinga. Björg Ágústsdóttir var sæmd Silfurmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu frjálsíþrótta og Eyþór Benediktsson var sæmdur Gullmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu golfíþróttarinnar. Myndin er tekin þegar Björg tók við sinni heiðursviðurkenningu en Eyþór átti því miður ekki tök á því að mæta til þingsins.

Myndir með frétt