Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Vladmir Vanja Grbic, ólympíumeistari í blaki, heimsækir Ísland

22.03.2018

Helgina 23.-25. mars 2018 mun Vladimir Vanja Grbic vera með blakbúðir á Húsavík. Verkefnið er samstarfsverkefni blakdeildar Völsungs (Blakdeild Völsungs), BLÍ - Blaksamband Íslands og Special Olympics á Íslandi (Íþróttasamband fatlaðra) en Vladimir Grbic er „Global Ambassador volleyball" hjá Special Olympics.

Grbic var fyrirliði gullverðlaunahafa Júgóslava á Ólympíuleikunum i Sydney árið 2000 auk þess að hafa unnið til fjölda verðlauna á heims- og Evrópumótum í blaki. Grbic var tekinn inn í Hall of Fame í blaki árið 2011. Grbic mun vera með fræðilegan fyrirlestur sem og verklega þjálfun þar sem lögð verður áhersla á tæknileg atriði, þjálfunaraðferðir og andlegu hliðina og hvernig þessir þættir móta og hvetja unga iðkendur til afreka. 

Föstudagskvöldið 23. mars verður fræðilegur fyrirlestur fyrir þjálfara, íþróttakennara og áhugasama. Fyrirlesturinn á ekki síður við þá sem koma að öðrum íþróttagreinum.

Blakbúðirnar hefjast svo á laugardaginn 24. mars. Þann dag verður áhersla á efni tengt fyrirlestrinum kvöldið áður og á erindi við flestar greinar íþrótta. Á sunnudeginum verður áhersla lögð á blakíþróttina.

Verkefnið er því fyrir blakiðkendur á aldrinum 11 - 18 ára á laugardegi og sunnudegi. Fyrir þjálfara, íþróttakennara og áhugasama frá föstudagskvöldi til sunnudags. Verkefnið er styrkt af Ólympíusamhjálpinni. 

Nánari upplýsingar um verkefið er á Facebook síðu þess Frá Grunni í Gull

Hér má sjá fréttina á vef Völsungs.