Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Ársþing USVH 2018

15.03.2018

USVH hélt ársþing sitt á Laugarbakka miðvikudaginn 14. mars síðastliðinn. Alls voru 30 þingfulltrúar mættir til þings af 34 mögulegum. Þingforseti var Júlíus Guðni Antonsson og stýrði hann þinginu af mikilli röggsemi eins og oft áður. Fjölmargar tillögur lágu fyrir þinginu og má þar nefna tillögu um nýja stefnu USVH í fjölmörgum málaflokkum. Stefnan er hluti af vinnu sambandsins í átt að því að fá viðurkenningu frá ÍSÍ sem fyrirmyndarhérað. Tillaga um umsókn USVH til ÍSÍ þessa efnis var samþykkt samhljóða á þinginu. Reimar Marteinsson var endurkjörinn formaður sambandsins. Þórey Edda Elísdóttir stjórnarmaður í USVH og jafnframt úr framkvæmdastjórn ÍSÍ kynnti niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir íbúa sveitarfélagsins hvað varðar þörf á byggingu nýrra íþróttamannvirkja. Niðurstöður voru athyglisverðar og voru ræddar í þingsal. Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru þau Þórey Edda Elísdóttir og Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.

Myndir með frétt