Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29.03.2019 - 29.03.2019

Ársþing BLÍ 2019

Ársþing Blaksambands Íslands verður haldið í...
27

Starfsamt ársþing UMSS

12.03.2018

Ungmennasamband Skagafjarðar hélt ársþing sitt í Húsi frítímans á Sauðárkróki laugardaginn 10. mars síðastliðinn. Þingfulltrúar voru alls 43 af 69 mögulegum og komu þeir frá 8 aðildarfélögum af 10. Þingforseti var Gunnar Sigurðsson sem stýrði þinginu af mikilli röggsemi. Arnrún Halla Arnórsdóttir gaf ekki kost á sér áfram til formannssetu og var Ingibjörg Klara Helgadóttir frá Ungmennafélaginu Smára kjörin í hennar stað. Með henni í stjórn eru þau Gunnar Þór Gestsson varaformaður, Sigríður Fjóla Viktorsdóttir gjaldkeri, Þorvaldur Gröndal ritari og Sigmundur Jóhannesson meðstjórnandi. Í varastjórn eru Arnrún Halla Arnórsdóttir, Jón Daníel Jónsson og Þórunn Eyjólfsdóttir.

Þingið var mjög starfsamt og voru fjölmargar tillögur sem lágu fyrir þinginu. Má þar nefna stefnur í mörgum málaflokkum sem UMSS er að marka í tengslum við umsókn UMSS um viðurkenningu sem fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Stefnur í jafnréttismálum, fræðslu- og forvarnarmálum, félagsmálum og umhverfismálum ásamt viðbragðsáætlunum voru allar samþykktar með áorðnum breytingum sem urðu í nefndarstörfum og í þingsal. Einnig voru samþykktar siðareglur UMSS.

Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sóttu þingið fyrir hönd ÍSÍ.

Myndir með frétt