Svana Hrönn formaður GLÍ og Gullmerki ÍSÍ afhent
54. ársþing Glímusambands Íslands (GLÍ) fór fram 24. febrúar sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Ólafur Oddur Sigurðsson gaf ekki kost á sér sem formaður sambandsins eftir að hafa gegnt því embætti síðasta áratuginn. Tvö voru í framboði til formanns, þau Svana Hrönn Jóhannsdóttir og Sigurjón Leifsson og hafði Svana Hrönn betur í kosningu til formanns. Með Svönu Hrönn í stjórn sambandsins eru Jóhanna Guðrún Snæfeld, Margrét Rún Rúnarsdóttir, Marín Laufey Davíðsdóttir og Guðmundur Stefán Gunnarsson. Í varastjórn sambandsins sitja Snær Seljan Þóroddsson, Þórður Vilberg Guðmundsson og Gunnar Gústav Logason.
Ólafur Oddur Sigurðsson fráfarandi formaður GLÍ var sæmdur Gullmerki ÍSÍ á þinginu. Hafsteinn Pálsson ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ og formaður Heiðursráðs ÍSÍ var fulltrúi ÍSÍ á þinginu og afhenti hann Ólafi Oddi heiðurviðurkenninguna.