Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

PyeongChang 2018: Snorri fánaberi

24.02.2018Snorri Eyþór Einarsson, keppandi í skíðagöngu, verður fánaberi Íslands á lokahátíð XXIII Vetrarólympíuleikanna í PyeongChang 2018. Lokahátíðin fer fram að kvöldi 25. febrúar kl. 20:00 að staðartíma (kl.11:00 á ísl.tíma) og verður hún sýnd í beinni útsendingu á RÚV.

Snorri Einarsson keppti í 15 km göngu með frjálsri aðferð, 30 km skiptigöngu og 50 km skíðagöngu.
Snorri hóf keppni í 30 km skiptigöngu og hafnaði í 56. sæti. Því næst tók hann þátt í 15 km göngu með frjálsri aðferð. Alls voru 119 einstaklingar sem hófu keppni en Snorri náði 56. sæti er hann kom í mark á 37:05,6 mínútum.
Að lokum tók Snorri þátt í 50 km skíðagöngu, en hann náði ekki að ljúka keppni. Hann hefur verið að glíma við veikindi í vikunni og var ekki búinn að ná sér nægjanlega vel til að klára keppnina. Snorri hætti eftir að hafa gengið 9 km en hann var þá í 57. sæti í röðinni af 71 keppanda.

Snorri hefur verið í sérflokki í skíðagöngu á Íslandi. Hann hefur náð bestum árangri allra skíðgöngumanna frá upphafi innan Skíðasambands Íslands á árinu 2017. Í raun er einungis Kristinn Björnsson sem hefur náð betri árangri. Hann náði 39. og 43. sæti á HM 2017. Hann stóð sig einkar vel í heimsbikarnum sem er sterkasta mótaröð í heim og náði þrisvar í topp 30 og þannig fengið heimsbikarstig. Besti árangurinn hingað til er 22. sæti í 15 km C (hefðbundin aðferð) í Ruka í Finnlandi. Snorri endaði í 4. sæti á sterku FIS móti í nóvember 2017 í Finnlandi. Var það undirbúningsmót fyrir heimsbikarinn.