PyeongChang 2018 - Snorri stóð sig vel
16.02.2018
Snorri Eyþór Einarsson keppti í morgun í 15 km göngu með frjálsri aðferð á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang. Keppendur voru ræstir út með 30 sekúndna millibili en alls voru 119 einstaklingar sem hófu keppni. Snorri náði 56. sæti er hann kom í mark á 37:05,6 mínútum, 3:21,7 mínútum á eftir sigurvegaranum Dario Cologna frá Sviss sem er Ólympíumeistari. Cologna náði þeim merka áfanga að vera fyrsti maðurinn til að vinna eina skíðagöngugrein á Ólympíuleikum þrisvar sinnum, 2010, 2014 og 2018.