Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Lífshlaupið - Góðlátlegur grannaslagur á Austurlandi

09.02.2018

Lífshlaupið - landskeppni í hreyfingu var ræst 31. janúar sl. Vinnustaðakeppnin stendur frá 31. janúar - 20. febrúar og grunnskóla- og framhaldsskólakeppnin frá 31. janúar - 13. febrúar. Einstaklingskeppni stendur yfir allt árið.

Starfsmenn sveitarfélaganna Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð munu etja kappi í góðlátlegum grannaslag á meðan á Lífshlaupinu stendur en báðir vinnustaðir hafa tekið virkan þátt í Lífshlaupinu undanfarin ár. Hugmyndin kom upp hjá starfsfólki beggja sveitarfélaga og er núna komin í framkvæmd en fjallað var um þetta skemmtilega framtak í Austurfrétt fyrir viku síðan.

Fyrstu daga Lífshlaupsins hafa rúmlega 14 þúsund þátttakendur skráð sig til keppni og hafa sumir þeirra dottið í lukkupottinn með því að vera dregnir út í skráningarleik Lífshlaupsins. Allir sem skrá sig til leiks og eru virkir í að skrá hreyfingu eiga möguleika á því að vinna vinninga frá gjafmildum samstarfsaðilum Lífshlaupsins. Einnig fer fram myndaleikur á síðum Lífshlaupsins á Instagram, Facebook og á vefsíðu Lífshlaupsins.

Allar upplýsingar má nálgast hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands í síma 514-4000 eða með fyrirspurn á netfangið lifshlaupid@isi.is

Vefsíða Lífshlaupsins er lifshlaupid.is.

Facebook-síða Lífshlaupsins