Sigurður nýr framkvæmdastjóri UMSB
Sigurður Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur,hóf störf sem framkvæmdastjóri UMSB þann 1. febrúar sl. Hann tekur við af Pálma Blængssyni. Sigurður hefur lokið BS. gráðu í íþrótta-, kennslu- og lýðheilsufræðum frá Háskólanum í Reykjavík og er með sveinspróf í húsasmíði. Hann hefur haft umsjón með skipulagninu viðamikilla íþróttaviðburða eins og Reykjavíkurmaraþoni, Laugarvegsmaraþoni og fleiri viðburðum sem verkefnastjóri hjá ÍBR. Áður starfaði hann sem tómstundastjóri Borgarbyggðar á vegum UMSB og sem landsfulltrúi hjá Ungmennafélagi Íslands þar sem hann var m.a. framkvæmdastjóri Landsmóts 50+, Frjálsíþróttaskólans, lýðheilsuverkefnanna „Fjölskyldan á fjallið“.
ÍSÍ óskar Sigurði velfarnaðar í starfi og þakkar Pálma fyrir vel unnin störf í þágu UMSB.