Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Íþróttafólk sérsambanda ÍSÍ heiðrað í kvöld – Bein útsending á RÚV2

28.12.2017

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Samtök íþróttafréttamanna halda sameiginlegt hóf í kvöld í tengslum við kjör Íþróttamanns ársins 2017. Dagskráin samanstendur af afhendingu viðurkenninga ÍSÍ til íþróttamanna og íþróttakvenna sérgreina íþrótta og kjöri Samtaka íþróttafréttamanna um Íþróttamann ársins 2017. 

ÍSÍ vekur athygli á því að afhending viðurkenninga íþróttafólks sérsambanda fer fram í beinni útsendingu á RÚV2 frá kl. 18:00. Bein útsending frá kjöri íþróttamanns ársins fer fram frá kl. 19:40 á RÚV.

Íþróttafólk sérsambanda fyrri ára má sjá hér á vefsíðu ÍSÍ og fyrrum íþróttamenn ársins má sjá á vefsíðu Samtaka íþróttafréttamanna.

Útnefnt verður í Heiðurshöll ÍSÍ. Heiðurshöll ÍSÍ er óáþreifanleg höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við Hall of Fame á erlendri grundu. Framkvæmdastjórn ÍSÍ útnefnir einstaklinga í Heiðurshöll ÍSÍ eftir reglugerð þar að lútandi og er Heiðursráð ÍSÍ ráðgefandi aðili varðandi tilnefningar. Með þessu verkefni vill ÍSÍ skapa vettvang til að setja á frekari stall framúrskarandi fólk og skapa minningar í máli og myndum af þeirra helstu afrekum.

Listi yfir íþróttafólk sérsambanda ÍSÍ 2017 birtist á vefsíðu ÍSÍ í kvöld.

Myndir af íþróttafólki sérsambanda, ásamt öðrum myndum frá hófinu, má sjá á myndasíðu ÍSÍ í kvöld.