Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Íþróttamaður ársins 2017

26.12.2017

Samtök íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands halda sameiginlegt hóf í tengslum við kjör Íþróttamanns ársins 2017. Hófið verður haldið þann 28. desember í Norðurljósasalnum í Hörpu og hefst kl. 18:00.

Dagskráin samanstendur af afhendingu viðurkenninga ÍSÍ til íþróttamanna og íþróttakvenna sérgreina íþrótta og kjöri Samtaka íþróttafréttamanna um Íþróttamann ársins 2017. Afhending viðurkenninga íþróttafólks sérsambanda fer fram í beinni útsendingu á RÚV2 frá kl. 18:00. Bein útsending frá kjöri íþróttamanns ársins fer fram frá kl. 19:40 á RÚV. Íþróttafólk sérsambanda fyrri ára má sjá hér á vefsíðu ÍSÍ og fyrrum íþróttamenn ársins má sjá á vefsíðu Samtaka íþróttafréttamanna.

Útnefnt verður í Heiðurshöll ÍSÍ. Heiðurshöll ÍSÍ er óáþreifanleg höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við Hall of Fame á erlendri grundu. Framkvæmdastjórn ÍSÍ útnefnir einstaklinga í Heiðurshöll ÍSÍ eftir reglugerð þar að lútandi og er Heiðursráð ÍSÍ ráðgefandi aðili varðandi tilnefningar. Með þessu verkefni vill ÍSÍ skapa vettvang til að setja á frekari stall framúrskarandi fólk og skapa minningar í máli og myndum af þeirra helstu afrekum.

Íþróttamaður ársins er nú kjörinn í 62. sinn en þjálfari og lið ársins í sjötta sinn.

Samtök íþróttafréttamanna hafa tilkynnt hvaða tíu íþróttamenn fengu flest atkvæði í kjöri Íþróttamanns ársins. Í þessum hópi hafa átta íþróttamenn verið áður á lista yfir tíu efstu í kjörinu en nýliðarnir í ár eru Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrnumaður, og kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir.

Aníta Hinriksdóttir, frjálsar
Aron Einar Gunnarsson, fótbolti
Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti
Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti
Helgi Sveinsson, íþróttir fatlaðra
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund
Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf
Sara Björk Gunnarsdóttir, fótbolti
Valdís Þóra Jónsdóttir, golf

Lið ársins
A-landslið karla, fótbolti
Valur meistarafl. kk., handbolti
Þór/KA meistarafl. kvk., fótbolti

Þjálfari ársins
Elísabet Gunnarsdóttir, fótbolti
Heimir Hallgrímsson, fótbolti
Þórir Hergeirsson, handbolti

Listi yfir íþróttafólk sérsambanda ÍSÍ 2017 birtist á vefsíðu ÍSÍ kvöldið 28. desember.