Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Handknattleiksdeild Fjölnis fyrirmyndardeild ÍSÍ

18.12.2017

Handknattleiksdeild Fjölnis í Grafarvogi fékk endurnýjun viðurkenningar deildarinnar sem fyrirmyndardeild ÍSÍ fimmtudaginn 14. desember sl. Afhendingin fór fram í hálfleik í bikarleik Fjölnis og ÍBV í mfl. karla.  Deildin fékk fyrst viðurkenningu sem fyrirmyndardeild árið 2013. Endurnýja þarf viðurkenninguna á fjögurra ára fresti og var þetta því fyrsta endurnýjun deildarinnar.

Það var Úlfur Helgi Hróbjartsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sem afhenti Arnóri Ásgeirssyni framkvæmdastjóra deildarinnar viðurkenninguna. Á myndinni eru frá vinstri Aðalsteinn Snorrason formaður deildarinnar, Arnór Ásgeirsson og Úlfur Hróbjartsson og tveir ungir iðkendur Fjölnis halda á fána fyrirmyndarfélaga.