Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Nýr framkvæmdastjóri UMSE

09.11.2017Ásdís Sigurðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE). Ásdís er frá Siglufirði en er búsett á Akureyri. Hún er með meistaragráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst en hefur einnig stundað nám í opinberri stjórnsýslu í Háskóla Íslands, lagt stund á markþjálfanám, verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun, svo eitthvað sé nefnt. Hún hefur komið töluvert að íþrótta- og æskulýðsmálum gegnum tíðina sem keppandi, þjálfari, kennari og verkefnastjóri. Auk fjölbreyttrar reynslu á sviði íþróttamála hefur hún einnig verið með sjálfstæðan rekstur, sinnt félagsmálum af miklum krafti og nú síðast verið umsjónarmaður Vinnuskóla Akureyrar og formaður frjálsíþróttadeildar KFA á Akureyri. Ásdís tekur við starfinu af Þorsteini Marinóssyni sem lætur nú af störfum hjá UMSE eftir 11 ára starf en hann hefur ráðið sig sem framkvæmdastjóra Íþróttafélagsins Völsungs.

ÍSÍ býður Ásdísi velkomna til starfa hjá UMSE og óskar henni velfarnaðar í starfi hjá sambandinu. Þorsteini er þakkað gott samstarf í gegnum árin og jafnframt óskað alls góðs í nýju starfi á vettvangi íþróttanna.