Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Afrekssjóður ÍSÍ - sér vefsvæði

03.11.2017

Nýtt vinnulag var tekið upp hjá Afrekssjóði ÍSÍ á árinu 2017 og mótast það af nýrri reglugerð sem sett var af Framkvæmdastjórn ÍSÍ í maí sl. og tekur mið af vinnu vinnuhóps sem hafði það hlutverk að endurskoða starfsreglur sjóðsins.  Meðal þess sem kom fram í skýrslu vinnuhópsins var að efla þyrfti sjálfstæði Afrekssjóðs ÍSÍ og gera hann sýnilegri auk þess sem að mikilvægt var talið að birta þyrfti ítarlegar upplýsingar um starfsemi sjóðsins á heimasíðu ÍSÍ.

Í 29. grein í reglugerð sjóðsins segir:

„Afrekssjóður ÍSÍ skal halda úti aðgreindu vefsvæði á heimasíðu ÍSÍ þar sem meðal annars skulu koma fram upplýsingar um styrkveitingar, reglur og leiðbeiningar vegna umsókna, auglýsingar sjóðsins varðandi styrki, stjórn sjóðsins, niðurstöður úthlutana, tölfræðilegar upplýsingar, skýrslur varðandi framkvæmd styrktra verkefna, ársreikninga sjóðsins og skýrslur um starfsemi hans.“

 

Nú hefur slíkt svæði verið tekið í notkun á heimasíðu ÍSÍ og má þar finna ýmsar upplýsingar um sjóðinn, s.s. samantekt á styrkveitingum síðustu ár, núverandi starfsreglur o.fl. Enn er verið að yfirfara gögn og gera klár til birtingar á heimasíðunni og munu frekari upplýsingar verða settar inn á næstu vikum.