Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
11

Dansíþróttasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

26.10.2017
Dansíþróttasamband Íslands (DSÍ) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna landsliðsverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 1,6 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 2.100.000 kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.

Árangur danspara hefur verið með ágætum á árinu og hafa t.d. þau Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolò Barbizi náð þeim áfanga að enda í 9. sæti af 24 pörum á EM fullorðinna í 10 dönsum sem fór fram í Kaupmannahöfn fyrr á þessu ári. Um síðustu helgi gerðu þau sér lítið fyrir og sigruðu opið mót í 10 dönsum sem fór fram í Hollandi. Flest alþjóðleg mót hjá DSÍ fara fram eftir að keppnistímabilinu lýkur á Íslandi eða síðari hluta árs frá maí til desember, og rúmlega 20 pör taka þátt í alþjóðlegum mótum á vegum sérsambandsins á ári hverju. Styrkur Afrekssjóðs ÍSÍ er mikilvægur sambandinu gagnvart þátttöku í þeim erlendu mótum sem eru á dagskrá og til að efla afreksstarf sérsambandsins enn frekar.

Á myndinni má sjá þau Lilju Sigurðardóttur, formann Afrekssjóðs ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra ÍSÍ, Ólaf Má Hreinsson, formann DSÍ og Lindu Heiðarsdóttur, gjaldkera DSÍ við undirritun samnings á milli Afrekssjóðs ÍSÍ og DSÍ.

Myndir með frétt