Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

09.03.2024 - 09.03.2024

Ársþing HHF 2024

Ársþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka (HHF)...
28

Lyftingasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

24.10.2017

Lyftingasamband Íslands (LSÍ) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna afreksverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 200.000 kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk vegna landsliðsverkefna að upphæð 1.100.000 kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.

Sambandið hefur sent keppendur á fjölmörg erlend verkefni það sem af er ári, s.s. EM fullorðinna, HM 17 ára og yngri og Smáþjóðaleika í ólympískum lyftingum. Lokaverkefni sambandsins á árinu er Heimsmeistaramótið sem fram fer í Kaliforniu í Bandaríkjunum um mánaðarmótin nóvember/desember og munu fjórir keppendur í kvennaflokki taka þátt fyrir Íslands hönd. Sambandið hefur þá alls tekið þátt í átta alþjóðlegum mótum á árinu í öllum aldursflokkum.

Íþróttin hefur gengið í gegnum mikla endurnýjun lífdaga á síðustu árum og heldur áfram að vaxa ár frá ári bæði í fjölda iðkenda og keppenda auk þess sem að íþróttalega geta þeirra hefur aukist.
Styrkur Afrekssjóðs ÍSÍ hefur mikla þýðingu gagnvart því afreksstarfi sem á sér stað inn ólympískra lyftinga á Íslandi og gagnvart þátttöku í þeim alþjóðlegu verkefnum sem sambandið er þátttakandi í.

Á myndinni má sjá þau Lilju Sigurðardóttur, formann Afrekssjóðs ÍSÍ og Ásgeir Bjarnason, formann LSÍ við undirritun samnings á milli Afrekssjóðs ÍSÍ og LSÍ.

Vefsíða lyftingasambands Íslands er www.lsi.is