Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
18

Íþróttasamband fatlaðra hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

23.10.2017

Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna afreksverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 5 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 7.750.000 kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.

Afreksstarf Íþróttasambands fatlaðra hefur verið í blóma á undanförnum árum. Eftir Paralympics sem haldnir voru í Ríó 2016 var afreksstefna sambandsins tekin til endurskoðunar og í framhaldi þess var ný afreksáætlun samin og kynnt. Í afreksáætluninni fólst m.a. að ráðnir voru tveir yfirmenn landsliðsmála hjá sambandinu, þeir Ingi Þór Einarsson og Kári Jónsson sem vinna „þvert“ á þær íþróttagreinar sem stundaðar eru innan ÍF. ÍF hefur sent keppendur á fjölmörg alþjóðleg mót það sem af er ári, hvort heldur í frjálsíþróttum, sundi eða bogfimi. Hæst ber að nefna árangur Helga Sveinssonar sem vann silfur á HM í sameinuðum flokkum F42, 43 og 44. Helgi setti heimsmeistaramótsmet fyrir flokk F42 með kasti upp á 56,74 metra en það met mun standa a.m.k. næstu tvö árin eða þangað til HM fer fram á nýjan leik árið 2019. Aðgerðaráætun í afreksmálum liggur fyrir hjá ÍF sem gildir fram til Tokyo 2020 og lokaundirbúningur vegna PyeongChang 2018 er framundan. Styrkur Afrekssjóðs ÍSÍ hefur mikla þýðingu gagnvart því afreksstarfi sem á sér stað í íþróttum fatlaðra á Íslandi og gagnvart undirbúningi og þátttöku í þeim alþjóðlegu verkefnum sem eru framundan.

Í tengslum við Paralympic daginn sem fram fór í Laugardalshöll laugardaginn 21. október sl. var undirritaður samningur milli Afrekssjóðs ÍSÍ og ÍF. Á myndinni má sjá þau Andra Stefánsson, sviðsstjóra Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, Ásu Ólafsdóttur, varaformann Afrekssjóðs ÍSÍ, Jóhann Arnarson, varaformann ÍF og Halldór Sævar Guðbergsson, gjaldkera ÍF.

Vefsíða Íþróttasambands fatlaðra er ifsport.is.