Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

Kraftlyftingasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

20.10.2017Kraftlyftingasamband Íslands (KRA) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna afreksverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 6 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 6,6 m.kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.

Afreksstarf Kraftlyftingasambandsins er í miklum blóma.  Á fyrstu 15 alþjóðlegu mótunum 2017 fékk íslenskt kraftlyftingafólk 4 gullverðlaun, 6 silfur og 10 brons, samtals 20 verðlaunapeninga og settu íslenskir keppendur fjögur alþjóðamet á þeim tíma, tvö í opnum flokki og tvö í flokki stúlkna.  Þá ávann Júlían J. K. Jóhannsson sér keppnisrétt á Heimsleikunum (World Games) fyrstur íslenskra kraftlyftingamanna og braut með því blað í sögu sambandsins.  Nú nýverið varð Fanney Hauksdóttir Evrópumeistari í bekkpressu í þriðja sinn og þá eru nokkur mót eftir á árinu s.s. NM unglinga í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum, NM unglinga í bekkpressu/klassískri bekkpressu og HM í kraftlyftingum. Íslenskir kraftlyftingakeppendur eiga góða möguleika á verðlaunum á öllum þessum mótum og því má fastlega gera ráð fyrir upp undir 40 verðlaunum í heildina, eftir að öll alþjóðamót ársins hafa farið fram.  Styrkur Afrekssjóðs ÍSÍ er mikilvægur gagnvart því mikla afreksstarfi sem á sér stað í kraftlyftingum og þeim árangri sem hefur náðst á alþjóðlegum vettvangi.

Á myndinni má sjá þau Lárus L. Blöndal, forseta ÍSÍ og Huldu Elsu Björgvinsdóttur formann KRA handsala samninginn að lokinni undirritun. Sitjandi til vinstri er Ása Ólafsdóttir varaformaður Afrekssjóðs ÍSÍ. Sitjandi til hægri er Erla Kristín Árnadóttir, varaformaður KRA. Að baki þeim standa öflugar kraftlyftingakonur.