Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

Siglingasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

18.10.2017

Siglingasamband Íslands (SÍL) hefur hlotið 600.000 kr. styrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna afreksverkefna ársins 2017.

SÍL tekur þátt í nokkrum erlendum verkefnum á árinu og stefnir sambandið m.a. á að eiga keppenda sem vinnur sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikunum 2020 í Tókýó. Verið er að vinna að því að efla afreksstarf sérsambandsins og er sambandið m.a. þátttakandi í þróunarverkefni Alþjóðasiglingarsambandsins. Þessi styrkur Afrekssjóðs ÍSÍ muni án efa efla sérsambandið enn frekar hvað varðar þátttöku í alþjóðlegu afreksstarfi.

Á myndinni má sjá þau Jón Pétur Friðriksson, formann SÍL, og Lilju Sigurðardóttur, formann Afrekssjóðs ÍSÍ.

Vefsíða Siglingasambands Íslands er www.silsport.is

Myndir með frétt