Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Siglingasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

18.10.2017

Siglingasamband Íslands (SÍL) hefur hlotið 600.000 kr. styrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna afreksverkefna ársins 2017.

SÍL tekur þátt í nokkrum erlendum verkefnum á árinu og stefnir sambandið m.a. á að eiga keppenda sem vinnur sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikunum 2020 í Tókýó. Verið er að vinna að því að efla afreksstarf sérsambandsins og er sambandið m.a. þátttakandi í þróunarverkefni Alþjóðasiglingarsambandsins. Þessi styrkur Afrekssjóðs ÍSÍ muni án efa efla sérsambandið enn frekar hvað varðar þátttöku í alþjóðlegu afreksstarfi.

Á myndinni má sjá þau Jón Pétur Friðriksson, formann SÍL, og Lilju Sigurðardóttur, formann Afrekssjóðs ÍSÍ.

Vefsíða Siglingasambands Íslands er www.silsport.is

Myndir með frétt