Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Haukur endurkjörinn sem formaður UMFÍ

16.10.2017

50. Sambandsþing Ungmennafélags Íslands fór fram á Hótel Hallormsstað um síðastliðna helgi. Um 150 fulltrúar þeirra rúmlega 340 félaga sem aðild eiga að UMFÍ sóttu þingið ásamt ýmsum gestum. Verkefni þingsins voru m.a. að marka stefnu UMFÍ á komandi árum og afgreiða reikninga, fjárhagsáætlun og ýmsar tillögur sem lágu fyrir þinginu. Breytingar á lögum UMFÍ er varða inngöngu íþróttabandalaga náðu ekki fram að ganga en samþykkt var að fela stjórn sambandsins að halda aukaþing og taka fyrir tillögu um inngöngu íþróttabandalaga að UMFÍ.  Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra og Haukur Valtýsson formaður UMFÍ undirrituðu á sunnudeginum samning um ríkisfjárframlag til UMFÍ til næstu þriggja ára.
Haukur Valtýsson var endurkjörinn formaður UMFÍ til næstu tveggja ára. Í stjórn voru kjörin Guðmundur Sigurbergsson, Gunnar Gunnarsson, Hrönn Jónsdóttir, Jóhann Steinar Ingimundarson, Ragnheiður Högnadóttir og Örn Guðnason. Í varastjórn voru kjörin Gunnar Þór Gestsson, Helga Jóhannesdóttir, Lárus B. Lárusson og Sigurður Óskar Jónsson.
Héraðssamband Vestfirðinga hlaut hvatningarverðlaun UMFÍ fyrir öflugar og metnaðarfullar körfuknattleiksbúðir Íþróttafélagsins Vestra. 
Sigríður Jónsdóttir varaforseti ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ og ávarpaði þingið við setningu þess.